Gríðarlegur fjöldi tók þátt í hátíðahöldunum í Eyjum í kvöld en Eyjamenn og gestir þeirra halda �?rettándagleði um helgina, þótt hinn eiginlegi �?rettándi sé ekki fyrr en á mánudaginn. Í kvöld voru jólasveinarnir þrettán, foreldrar þeirra Grýla og Leppalúði og þeirra hyski kvödd með blysför og fjöri á malarvellinum. Erfitt er að áætla hversu margir tóku þátt í hátíðahöldunum en einn þeirra sem hafa komið að skipulagi �?retándans undanfarin ár, taldi að þátttakendur hafi verið á þriðja þúsund.
Eftir flugeldasýningu og blysför við Hástein, var gengið fylktu liði upp að malarvellinum við Löngulág. Jólasveinarnir báru sína hefðbundnu kyndla og Grýla og Leppalúði og nokkrur fylgdartröll þeirra fóru í fylkingarbrjósti á tröllakerru sinni og létu öllum illum látum. �?egar á malarvöllinn var komið, var tendrað í bálkesti, jólasveinarnir gengu um og glöddu börnin á meðan tröllin reyndu að hrekkja viðstadda. Álfahópar dönsuðu einnig í kringum bálköstinn.
�?hætt er að segja að veðurguðirnir hafi leikið við Eyjamenn í kvöld enda var logn í Vestmannaeyjum í kvöld og hiti um fimm gráður. Um er að ræða alvöru fjölskylduskemmtun sem ekki bara Eyjamenn fjölmenna á, heldur sækja fjölmargir Vestmannaeyjar heim um þessi tímamót og taka þátt í gleðinni.
Dagskrá �?rettándahelgarinnar heldur svo áfram í kvöld með dansleik í Höllinni. Á morgun verður boðið upp á Tröllagleði í íþróttamiðstöðinni milli 11 og 15 og Myrkraverk í Sagnheimum milli 13 og 16. Annað kvöld verða svo risatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja og �?orlákshafnar og Jónasar Sig í Höllinni.