Grikkur eða gotterí
31. október, 2013
Í dag er Hrekkjavaka og er það til siðs í Bandaríkjunum og víðar að krakkar klæði sig upp í búning og gangi í hús og sníki nammi. Vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum verður þó æ algengara að Norðurlandabúar haldi upp á hrekkjavöku að bandarískum sið. Ekki mikill áhugi hefur þó verið á slíku hér innanlands en ekki eru þó allir sáttir við það. Hingað á Eyjafréttir mættu fimm ungar stúlkur sem ætla að gerast brautryðjendur þær Guðný, Melkorka, Lena, Brigitta og Bjartey. Í kvöld ætla þær að klæða sig upp í búning og ganga í hús í Vestmannaeyjum og heimta þar góðgæti ellegar gera fólki grikk. Vildu þær hvetja aðra krakka til að gera einnig slík hið sama. �?að er því eins gott að Eyjamenn drífi sig og versli sælgæti annars gætu þeir lent illa í því.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst