Grímuball Eyverja verður á sínum stað í dagskrá Þrettándahátíðarinnar en ballið verður í dag, föstudag milli 14 og 16. Þar sem dagskrá Þrettándahátíðarinnar er þéttskipuð á morgun, þótti ekki ráðlegt að færa grímuballið enda kannski engin ástæða til. Jólasveinarnir munu að sjálfsögðu gera sér ferð í bæinn og líta við á ballinum og allir fá glaðning og góðgæti frá Eyverjum.