Fyrsta má telja djassdívuna Kristjönu Stefánsdóttur sem tilnefnd er til íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti flytjandi ársins. Hún syngur ásamt Kvartetti Sigurðar Flosasonar á geislaplötunni Hvar er tunglið? En hann hefur að geyma lög eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.
Labbi gefur út sólóplötuna Hvert þitt spor sem inniheldur lög eftir hann sjálfan.
Gylfi �?. Gíslason gefur út plötuna Með mínu lagi.
Á móti sól á afmæli og gefur af því tilefni út safndiskinn Á móti sól í 10 ár. �?ar má finna vinsælustu lög þeirra í gegn um tíðina auk tveggja nýrra laga.
Kammerkórarnir á Suðurlandi hafa verið afkastamiklir en Kammerkór Biskupstungna gefur annarsvegar út plötuna Kammerpopp og hins vegar syngur hann bakraddir í útgáfu Megasar á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Kammerkór Suðurlands gaf síðan út tvo diska á árinu. Annarsvegar Til Maríu sem inniheldur tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson og hinsvegar plötuna Á hugarhimni mínum. Lögin á síðarnefnda disknum samdi Guðmundur Gottskálksson Hvergerðingur en kórinn gaf plötuna sjálfur út. �?essi diskur er því eins sunnlenskur og hugsast getur.
Skálholtskórinn og Barna-og Kammerkór Biskupstungna eru að auki þáttakendur í plötu hins landsfræga Gunnars �?órðarsonar sem í tilefni af 400 ára afmæli Brynjólfs Sveinssonar biskups gefur út Brynjólfsmessu.
�?á gefur Sunnlenska leikkonan Kristjana Skúladóttir út frumraun sína, barnadiskinn Obbosí, og endurútgefin er einnig plata sem hefur ófáanleg um langt skeið. �?að er platan �?g verð heima um jólin, Kvartett Kristjönu Stefáns.
�?á er komið að þeim diskum sem tengjast Suðurlandinu á einn eða annan hátt. Á vegum sumartónleika í Skálholtskirkju koma út tveir diskar. �?að eru diskarnir Sálin þýða þar sem sönghópurinn Gríma syngur lög við sálma �?lafs á Söndum og Bachsveitin í Skálholti gefur út disk með enskri leikhústónlist.
Guðmundur Pálsson fiðluleikari er meðlimur í hinum ástsælu Spöðum en þeir gáfu út nú fyrir skömmu plötuna Stundaglasaglaum. Á henni má meðal annars finna �?ð til Flóaáveitunnar eftir Guðmund.
Að lokum má velta því fyrir sér hvort stúlknahljómsveitin Nælon sé ekki sunnlensk að uppruna, en Einar Bárðarson sjálfur umboðsmaður Íslands og forvígismaður hljómsveitarinnar er jú einn af sonum Suðurlands. Ef einhver hefur gleymst í þessari upptalningu er hann beðinn velvirðingar á því.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst