Grótta hafði betur
16. nóvember, 2015
ÍBV tók á móti Gróttu í 13. um­ferð Olís deild­ar karla í hand­bolta í kvöld þar sem gestirnir höfðu betur, 31-26.
Gróttu­menn byrjuðu leikinn bet­ur og náði fljótlega þriggja marka forskoti, 7-4, þá tók lið ÍBV við sér og náði að jafna leikinn í 9-9 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. ÍBV náði tveggja marka forskoti sem þeir héldu allt þangað til tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá breyttu leikmenn Gróttu úr 16-14 í 16-16 en leikmenn ÍBV voru óagaðir á þessum tímapunkti og gengu því liðin jöfn til búningsherbergja.
Gróttumenn mættu sterkari til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótlega góðu forskoti,17-21. ÍBV náði mest að minnka muninn í eitt mark um miðbik síðari hálfleiks en gestirnir gáfu þá aftur í og sigruðu að lokum, 31-26.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Ein­ar Sverris­son 7, Kári Kristján Kristjáns­son 6, Andri Heimir Friðriksson 3, Dagur Arnarsson 3, Svanur Páll Vilhjálmsson 3, Grétar �?ór Eyþórsson 2, Elliði Snær Viðarsson 1 og Magnús Stefánsson 1.
Stephen Nielsen varði 11 skot í marki ÍBV, þar af 1 víti og Kolbeinn Aron Arnarsson varði 5 skot.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst