Grótta mætir til Eyja í kvöld
16. apríl, 2012
Í kvöld klukkan 19:30 tekur ÍBV á móti Gróttu í oddaleik fyrstu umferðar úrslitakeppni N1 deildarinnar. Eyjamenn voru afar ósáttir við dómgæsluna í öðrum leik liðanna á Seltjarnanesi á laugardaginn og sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV að annar dómarinn hafi angað af áfengislykt. Nokkrir stuðningsmenn ÍBV hafa sent frá sér myndband til að sýna mikilvægi þess að allir Eyjamenn mæti í Höllina í kvöld til að koma í veg fyrir að öðrum sigri verði stolið frá ÍBV. Myndbandið fylgir fréttinni.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst