Grunnskóli Vestmannaeyja fékk í dag góðar gjafir annars vegar frá Kiwanis og hins vegar frá Oddfellow. Um er að ræða Sensit stóla og skammel. Kiwanis klúbburinn gaf þrjá stóla í Hamarsskóla, á Víkina og í frístund. Vilborgarstúkan gaf tvo stóla í Barnaskólann.
„Þessir stólar eiga eftir að nýtast vel fyrir nemendur, stólinn umvefur notanda, bætir líkamsvitund, róar, eykur vellíðan og öryggiskennd. Við erum við gríðarlega þakklát þessum félögum fyrir virkilega raunsarlegan styrk.” segir í tilkynningu á vef GRV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst