Haukur Guðjónsson, einn af Dallasbændum, segir með ólíkindum að fugl skuli ekki hafa verið kominn í sauðinn sem orðinn var mjög máttfarinn. �?Eins og allir Eyjamenn vita hefur verið mikið af hrafni hér í vetur en tveir hafa verið hjá okkur nokkur ár. �?eir virðast hafa helgað sér þetta svæði og hefur Magnús bróðir í mörg ár gefið þeim brauð í hvert skipti sem hann hefur gefið kindunum,�? sagði Haukur sem er viss um að hrafnarnir tveir hafi hlíft sauðnum.
�?Hrúturinn átti ekki langt eftir þar sem hann lá og með ólíkindum að fuglinn skuli ekki hafa verið kominn í hann því ekki er mikið um æti á þessum tíma. �?etta þakka ég hröfnunum sem staðfestir orðtakið; að guð launar fyrir hrafninn. Um sauðinn er það að segja að hann komst á lappir eftir fjóra daga og hefur náð sér að fullu,�? sagði Haukur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst