Frederikshavn Fox tryggði sér efsta sæti 1. deildar á sunnudaginn og þar með sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð, með sigri á nágrannaliði, Team Sindal Tårs, 32:27, á útivelli. Guðbjörg skoraði fjögur mörk í leiknum.
Frederikshavn Fox hefur nú 46 stig að loknum 24 leikjum þegar tvær umferðir eru eftir.
Guðbjörg, sem gekk til liðs við Frederikshavn Fox á síðasta sumri frá Haukum, hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur. Hún er þriðji markahæsti leikmaður þess, hefur skorað 92 mörk og hefur aðeins misst af einum leik á keppnistímabilinu.
www.mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst