Guðbjörg M. Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum greiðir hæstu skatta í ár rétt tæpar 343 milljónir króna. Ingi Guðjónsson, lyfjafræðingur í Kópavogi, er í 2. sæti og greiðir um 198 milljónir og Þorsteinn Hjaltetsted Vatnsendabóndi er í 3. sæti og greiðir tæpar 120 milljónir króna.