Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði er orðið langstærsti eignaraðilinn í Fiskmarkaði Íslands. GR er komið með ráðandi hlut í fyrirtækinu eftir kaup á 40% eignarhlut Rjúkanda ehf, sem er félag í eigu nokkurra einstaklinga.
Fyrir átti Guðmundur Runólfsson 3,5% í FÍ, en fiskmarkaðurinn er nú að langstærstum hluta í eigu aðila á Snæfellsnesi. Næststærsti hluturinn í félaginu er innan við 8%.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst