Í hádeginu í dag var Fréttapýramídinn afhentur fyrir árið 2009 en vikublaðið Fréttir stendur fyrir valinu. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Guðmundur Huginn Guðmundsson var valinn Eyjamaður ársins 2009. Framtak ársins voru byggingarnar á Baldurshaga og við Hilmisgötu og verslanirnar sem þar eru. Fyrirtæki ársins var Heildverslun Karls Kristmannssonar og Hermann Hreiðarsson fékk Fréttapýramídann fyrir framlag sitt til íþrótta. Þá voru hjónin Björgvin Þór Rúnarsson og Margrét Ríkharðsdóttir heiðruð fyrir framlag sitt til menningarmála í Eyjum árið 2009.