„Þetta gekk eins og í lygasögu og ég trúi varla hvað mótið heppnaðist vel. Það eru allir, þátttakendur og aðstandendur, í skýjunum og ég var hálfpartinn beðin um að halda mótið alltaf, segir Kristín og hlær. Þetta er í fyrsta skipti þar sem ég hef verið á móti sem allar tímasetningar standast,“ sagði Kristín Ósk Óskarsdóttir, formaður Íþróttafélagsins Ægis, sem hélt boccia¬mótið í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra, eftir mótið.