Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi og fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið af þingi. Björgvin tilkynnti um þessa ákvörðun á fimmtudag en hann telur veru sína á þingi geta truflað þá vinnu sem þingið er að sinna í framhaldi af birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Anna Margrét Guðjónsdóttir tekur sæti á alþingi í staðinn fyrir Björgvin og Guðrún Erlingsdóttir er nú fyrsti varaþingmaður Samfylkingar á Suðurlandi.