Gul viðvörun sunnanlands
Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir til kl. 21:00 á morgun, fimmtudag.

Í viðvörunartexta segir: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma undir Eyjafjöllum. Búast má við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 með suðausturströndinni. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en él norðan- og austanlands, einkum við ströndina. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Þurrt og bjart sunnan- og suðvestanlands, annars skýjað með köflum og stöku él. Frost 2 til 12 stig.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt. Stöku él á norðanverðu landinu, einkum við ströndina, en annars yfirleitt bjart. Frost 3 til 14 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á þriðjudag:
Breytileg átt og léttskýjað, en stöku él norðanlands. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 07.01.2026 08:25. Gildir til: 14.01.2026 12:00.

Allt um veðrið.

Nýjustu fréttir

Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.