Gular viðvaranir á jólum
Nýjasta viðvörun Veðurstofunnar er fyrir Suðurland. Skjáskot/vedur.is

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirfarandi landshlutum á morgun, aðfangadag jóla: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra.

Viðvörunin fyrir Suðurland tekur gildi 24 des. kl. 20:00 og gildir fram til 26 des. kl. 01:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðvestan 15-25 m/s og dimm él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, hvassast í éljahryðjum. Varasamt ferðaveður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (jóladagur):
Suðvestan 15-23 m/s með dimmum éljum, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 6 stig.

Á fimmtudag (annar í jólum):
Suðvestan og sunnan 10-18 og snjókoma eða slydda með köflum, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag:
Suðvestan 8-15 og él, en úrkomulítið norðaustantil. Kólnar í veðri.

Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða líkur á éljum. Frost 3 til 12 stig.
Spá gerð: 23.12.2024 08:49. Gildir til: 30.12.2024 12:00.

Nánar um veðrið.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.