Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 23:00 í kvöld gildir til kl. 07:00 í fyrramálið.
Í viðvörunarorðum segir: Austan og norðastan 13-23 og hviður yfir 35 m/s, hvasssast og mest úrkoma undir Eyjafjöllum. Snjókoma eða slydda á láglendi með lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum.
Á laugardag:
Norðaustan og austan 13-23 m/s, hvassast syðst á landinu. Snjókoma með köflum og vægt frost, en frostlaust við suðurströndina.
Á sunnudag:
Norðaustan og austan 10-18, en 18-23 syðst. Snjókoma með köflum, en úrkomuminna norðanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðaustan 8-18, hvassast suðaustantil. Dálítil snjókoma, en þurrt að kalla vestanlands. Frost 0 til 7 stig.
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Herðir á frosti.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt og hlýnar með dálitlum skúrum eða éljum, en þurrt og áfram kalt norðan- og austanlands.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir austan- og suðaustanátt með dálítilli rigningu eða slyddu, en þurru veðri norðan- og vestanlands.
Spá gerð: 16.01.2025 21:00. Gildir til: 23.01.2025 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst