Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Miðhálendi.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 10:00 í fyrramálið og gildir hún til kl. 18:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni í Þrenglsum, á Hellisheiði og í uppsveitum. Einnig búist við talsverðri hálku. Varasamt ferðaveður.
Á föstudag:
Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri, 18-25 m/s og rigning undir kvöld, en þurrt að mestu norðaustanlands og hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag:
Sunnanhvassviðri eða -stormur og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á sunnudag:
Útlit fyrir að gangi í suðaustanstorm eða -rok með talsverðri rigningu og hlýindum, einkum sunnantil.
Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil og kólnandi veður.
Á miðvikudag:
Búast má við stífri sunnanátt með ringingu og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 29.01.2025 08:06. Gildir til: 05.02.2025 12:00.
Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt og víðast hvar léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. Kalt í veðri, frost á bilinu 3 til 15 stig.
Á morgun er vetrarkyrrðin búin, því þá gera spár ráð fyrir að gangi í suðaustan hvassviðri með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Hiti 0 til 5 stig eftir hádegi. Hægari vindur um landið norðaustanvert, þurrt fram á kvöld og hlýnar smám saman á þeim slóðum. Mun hægari vindur og úrkomulítið á vestanverðu landinu annað kvöld.
Seinnipartinn á föstudag er síðan útlit fyrir að gangi í sunnan storm með rigningu og hlýindum.
Spá gerð: 29.01.2025 06:44. Gildir til: 30.01.2025 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst