Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í nótt kl. 02:00 og gildir til kl. 08:00 í fyrramálið. Í viðvörunarorðum segir: Allvöss eða hvöss suðaustanátt og talsverð rigning. Búast má við talsverðum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Suðaustan 3-10 og smáskúrir, en bætir í vind í kvöld, 13-20 m/s og rigning seint í nótt. Hiti 2 til 8 stig. Lægir á morgun og dregur úr vætu, hægviðri eftir hádegi og víða þokusúld en áfram rigning austantil fram undir kvöld.
Spá gerð: 11.01.2025 09:57. Gildir til: 13.01.2025 00:00.
Á mánudag:
Suðlæg átt 8-15 m/s og allvíða rigning eða súld, en skúrir eftir hádegi. Styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis. Hiti víða 2 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-15, hvassast austantil. Rigning með köflum, en samfelldari úrkoma syðst á landinu. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 13-20 og rigning, en úrkomulítið norðaustanlands. Áfram milt. Kólnar um kvöldið með snjókomu eða éljum um landið vestanvert.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt og snjókoma með köflum, en stöku él vestanlands. Frost víða 0 til 7 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu, en síðar rigningu eða slyddu sunnanlands. Hlýnar smám saman.
Spá gerð: 11.01.2025 08:40. Gildir til: 18.01.2025 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst