Greint er frá þessu á heimasíðu þýska liðsins, en þar kemur fram að Gunnar Heiðar taki stöðu Eriks Jendrisek í hópnum.
Um þá ákvörðun að taka Gunnar Heiðar fram yfir Erik sagði Dieter Hecking, þjálfari Hannover: �?Gunni verður með frá upphafi, hann hefur unnið vel og verið hættulegur upp við markið.�?
�?ýska deildin er nýhafin eftir vetrarfrí en Hannover hefur leikið tvo leiki, byrjuðu á því að tapa á útivelli gegn Werder Bremen 3:0 en unnu svo stórsigur á Hertha Berlin á heimavelli 5:0. Hannover er sem stendur í tíunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig en alls eru 18 lið í deildinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst