Miðjumaðurinn efnilegi Gunnar �?orsteinsson skrifaði í gær undir nýjan samning við ÍBV en samningurinn gildir til loka árs 2015. Gunnar gekk í raðir Eyjamanna fyrir síðastliðið tímabil og lék alls 23 leiki bæði í deild og bikar. Gunnar lék vel með ÍBV í sumar, sérstaklega fyrri part tímabilsins. �??Ánægja er innan félagsins með að tryggja þjónustu þessa unga og efnilega leikmanns og væntir félagið mikils af leikmanninum í framtíðinni,�?? segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.