Gunnar missti af tveimur síðustu leikjum Íslands í keppninni, gegn Lettlandi og Svíþjóð í haust, vegna meiðsla.
Gunnar fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hannover á laugardaginn þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Schalke og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína.
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
www.mbl.is greindi frá.
�?jálfari Hannover ánægður með Gunnar Heiðar
Dieter Hecking, þjálfari Hannover 96, var ánægður með frammistöðu Gunnars Heiðar �?orvaldssonar í 1-1 jafnteflisleiknum gegn Schalke í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn en eyjapeyinn var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á tímabilinu.
“Gunni stóð sig vel. Hann var sífellt að losa sig frá varnarmönnunum, hélt boltanum vel og barðist. �?g er ánægður með frammistöðu hans miðað við að þetta var fyrsti leikurinn hans í byrjunarliðinu. Hann var að spila fyrir framan 50.000 áhorfendur gegn besta varnarliði deildarinnar.”
Michael Tarnat, fyrrum leikmaður Bayern Munchen og markaskorari Hannover á laugardaginn, tók í sama streng.
“Gunni virkaði ekki taugaóstyrkur. Við sögðum honum að hlutverk hans í leiknum yrði að halda boltanum og skapa færi. Hann gerði það einstaklega vel.”
www.fotbolti.net greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst