Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eyjamaðurinn sem er í láni hjá enska 1. deildarliðinu Reading frá Esbjerg í Danmörku, skoraði fyrir varalið enska félagsins í gærkvöld. Gunnar gerði þá eina mark Reading sem tapaði 1:4 fyrir Forest Green en hann spilaði allan tímann. Gunnar kom til Reading um áramótin en hefur aðeins fengið tækifæri í þremur leikjum í 1. deildinni.