Aðalfundur Ísfélagsins verður haldinn næstkomandi miðvikudag. Fimm hafa boðið sig fram til setu í aðalstjórn félagsins og verður því sjálfkjörið í stjórnina.
Athygli vekur að núverandi stjórnarformaður, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Gunnlaugur Sævar hefur átt sæti í stjórninni frá árinu 1991.
Sigríður Vala Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands og framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatækni hjá Sjóvá, tekur sæti í stjórninni í stað Gunnlaugs, en framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur allt að sjö menn í stjórn. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn.
Í kjöri til stjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir.
Nánar um aðalfund Ísfélagsins.
https://eyjar.net/53-milljarda-hagnadur-isfelagsins/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst