Gunnlaugur hættir í stjórn Ísfélagsins
15. apríl, 2024
DSC_6575
Gunn­laug­ur Sæv­ar Gunn­laugs­son, hér ásamt Guðbjörgu Matthíasdóttur, stærsta hluthafa Ísfélagsins. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Aðalfundur Ísfélagsins verður haldinn næstkomandi miðvikudag. Fimm hafa boðið sig fram til setu í aðal­stjórn fé­lags­ins og verður því sjálf­kjörið í stjórn­ina.

Athygli vekur að núverandi stjórn­ar­formaður,­ Gunn­laug­ur Sæv­ar Gunn­laugs­son gef­ur ekki kost á sér til áfram­hald­andi stjórn­ar­setu. Gunn­laug­ur Sæv­ar hef­ur átt sæti í stjórn­inni frá ár­inu 1991.

Sig­ríður Vala Hall­dórs­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Viðskiptaráði Íslands og fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og upp­lýs­inga­tækni hjá Sjóvá, tek­ur sæti í stjórn­inni í stað Gunn­laugs, en framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur allt að sjö menn í stjórn. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn.

Í kjöri til stjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir.

Nánar um aðalfund Ísfélagsins.

https://eyjar.net/53-milljarda-hagnadur-isfelagsins/

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst