Um helgina fór fram sveitakeppni í golfi en Golfklúbbur Vestmannaeyja tefldi fram sveit í 1. deild í karlaflokki. Sveitakeppnin fer þannig fram að í hverri deild eru átta sveitir sem er skipt í tvo riðla. Tvær efstu sveitirnar fara í undanúrslit en tvær neðstu í umspil um fall í 2. deild. GV endaði í þriðja sæti í B-riðli en eftir jafna baráttu endaði GV í fimmta sæti, eða efsta sæti þeirra fjögurra sveita sem léku í umspilinu. Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur fagnaði hins vegar sigri í mótinu.