Í viðureigninni gegn GK töpuðu Eyjamenn í tvímenningi, Rúnar Þór Karlsson tapaði fyrir hinum reynda Björgvini Sigurbergssyni 6/5, sem þýðir að þegar fimm holur voru eftir hafði Björgvin sex holu vinning á Rúnar og því búinn að vinna. Júlíus Hallgrímsson tapaði fyrir Axel Bóasyni 3/1, Þorsteinn Hallgrímsson tapaði fyrir Hlyn G. Hjartarssyni 2/0 og Örlygur Grímsson tapaði fyrir Auðunn Einarssyni 2/0. Þeir Gunnar Geir Gústafsson og Karl Haraldsson unnu hins vegar þá Hauk Jónsson og Rúnar Arnórsson í fjórmenningnum 4/3.