�?Holótt undirlag og körfur í vafasömu ástandi hafa hindrað ungviðið í að skemmta sér á heilbrigðan máta, sagði Gylfi meðal annars í samtali við Sunnlenska á þeim tíma.
�?egar tillagan var lögð fram var Gylfi í minnihluta í bæjarstjórn Árborgar en er nú kominn í meirihluta. Hann er jafnframt formaður vinnuhóps sem nýr meirihluti skipaði 4. janúar síðastliðinn vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu og því til viðbótar er hann nú formaður íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar. Hann er því í góðri aðstöðu til að fylgja því eftir að tillögu hans um nýjan körfuboltavöll verði hrinnt í framkvæmd. �?Kostnaðurinn er um þrjár milljónir króna og völlurinn mun ekki bara bæta bága aðstöðu utanhúss heldur einnig stórauka öryggi ungmenna,�? sagði Gylfi í Sunnlenska 23. nóvember síðastliðinn.
Í dag segir Gylfi: �?�?essi tillaga verður tekin til umfjöllunar hjá vinnuhópi sem fjalla mun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum í víðu samhengi og til langrar framtíðar. Hver niðurstaðan verður veit ég ekki og við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr vinnuhópnum en hann mun forgangsraða verkefnum. Mín afstaða hefur ekkert breyst og ég vil enn sjá svona körfuboltavöll og tel eðlilegt að hann komi á sínum tíma. �?að þarf að halda áfram að byggja upp útileiksvæði í sveitarfélaginu og þetta er bara einn liðurinn í þeirri uppbyggingu.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst