„Mánudagurinn (10.júní) var hlýr á landinu, hlýjasti dagur ársins á um 40 prósentum allra veðurstöðva á landinu þar á meðal Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði þar sem hitinn komst í 22,8 stig á sjálfvirku stöðinni, 21,5 á þeirri mönnuðu. Það er hæsti hiti sem mælst hefur á landinu það sem af er ári,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur, á veðurbloggi sínu á mánudaginn.