Ekki er gert ráð fyrir neinum hækkun á gjaldskrám hjá Vestmannaeyjabæ umfram vísitöluhækkanir en gjaldskrá sorpeyðingarstöðvar hækka um 4% sem er í samræmi við verðlagsbreytingar. Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sagði bæjaryfirvöld hafa tekið ákvörðun um að lækka gjaldskrána eftir hrunið og eftir það hefði hún fylgt vísitölu.