Tekjur einstaklinga á síðasta ári voru hæstar í Vestmannaeyjum, þar sem heildartekjur námu rúmlega 13,9 milljónum króna að meðaltali. Hæstu fjármagns- og ráðstöfunartekjur mátti sömuleiðis reka til Eyja.
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á vef Hagstofu Íslands.
Þar segir að landsmeðaltal heildartekna var rúmar 9,2 milljónir króna árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3%.
Miðgildi heildartekna var um 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvarar því að helmingur einstaklinga var með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna var 11,3%, en sé horft til verðlagsleiðréttingar var hækkunin 2,4%.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst