Norska skipasmíðafyrirtækið Fiskerstrand hætti snarlega við að taka á móti mönnum Vegagerðarinnar sem voru á leið til Noregs í morgun til að ganga frá samningum um smíði nýrrar Vestmannaeyjarferju. Fyrirtækið gaf engar skýringar á sinnaskiptum sínum. Nú verður gengið til samninga við þá sem áttu næst lægsta tilboðið en það er ríflega 640 milljón krónum hærra.
ruv.is greindi frá.
Menn Vegagerðarinnar áttu bókað flug til Noregs í morgun til að ganga frá samningnum við Fiskerstrand sem átti lægsta tilboðið í smíði nýrrar ferju sem sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Tilboðið hljóðaði uppá 2,8 milljarða króna. �?eir þurftu hins vegar skyndilega að hætta við ferðina.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar: �??Við ætluðum að fara að semja við lægstbjóðanda í smíði ferjunnar en þá komu bara skilaboð um það í morgun að þeir væru hættir við tilboðið.�??
Fréttamaður: �??Kom þetta ykkar mönnum á óvart?�??
�??Já þetta kom á óvart en það er nú þannig í þessum útboðsbransa að það gerist ýmislegt og það er ekkert óvanalegt að það sé hætt við tilboð. En það er náttúrulega ekki gott því menn leggja auðvita fram bindandi tilboð þannig að við verðum að skoða það í þessu tilviki en auðvita getur eitthvað komið uppá menn hafa kannski gert einhver mistök eða vitleysu og sjá svo að þetta er vonlaust en ég veit ekki hvort það er í þessu tilviki en menn verða bara að skoða það. �?að er ekkert í skilaboðunum um það en Ríkiskaup fara nú yfir og skoða það mál.�??
Næsta mál á dagskrá er því að leita til þeirra sem áttu næst lægsta tilboðið í smíði nýrrar ferju.
�??�?að er pólkst skipasmíðafyrirtæki og þeir voru líka með ágætis tilboð og vænlegt.�??
�?að tilboð er þó 645 milljón krónum hærra.