Hættulegar aðstæður yfirvofandi
28. desember, 2014
Í dag og á morgun verða talsverð hlýindi á landinu og vænta má töluverðrar rigningu með hlýindunum í nótt og á morgun.
Elín Björk Jónasdóttir hjá Veðurvaktinni segir að lægð með mjög hlýjum loftmassa sé nú á Grænlandssundi og veiti hlýju lofti yfir landið. Samfara hlýja loftinu verði fremur hvöss sunnanátt og hvessi enn þegar líður á daginn.
�??Í kvöld og nótt fer síðan að rigna sér í lagi um landið sunnan- og vestanvert en einnig má gera ráð fyrir úrkomu á Norðausturlandi. �?ar sem töluverður snjór og klaki liggur yfir jörð, hlýindi, vindur og rigning í vændum má búast við asahláku með tilheyrandi vatnsflaumi.�?�
VÍS bendir fólki á að búa sig undir asahlákuna. Ef snjór og klaki liggur yfir niðurföllum þá þarf að hreinsa hann frá og búa til vatnsrásir að niðurföllunum. Moka snjó af svölum og frá veggjum húsa til að minnka líkur á leka inn. Tjón þar sem vatn kemur inn að utan er oft ekki bótaskylt en getur verið ansi kostnaðarsamt fyrir hlutaðeigandi.
Snjór á þökum rennur líklega niður þegar hlýnar og þarf að gæta þess að ekkert geti orðið undir, hvorki fólk né verðmæti. Gangandi og hjólandi er mikil hætta búin á ferðum sínum við þær aðstæður sem kunna að skapast og brýnt að fara varlega.
VÍS hvetur einnig sveitarfélög til að tryggja gott rennsli að niðurföllum á götum til að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir með hættu á að bílar fljóti upp. �?á ættu ökumenn að forðast að aka í vatnsrásum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst