Hættustigi Almannavarna aflétt í Vestmannaeyjum
8. desember, 2015
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur óskað eftir því við RLS að hættustigi Almannavarna verði aflétt í Vestmannaeyjum. Veðrið hefur gengið mikið niður og spáin gerir ráð fyrir vindi rétt yfir 20 m/sek úr suð- og suðaustan átt í nótt og í fyrramálið. �?vissustig mun gilda þar til veðrinu hefur að fullu slotað. Rétt er þó að vara við mikilli hálku sem er á öllum götum bæjarins en glerhált er nánast allstaðar sem gerir færð erfiða bæði fyrir bifreiðar og gangandi vegfarendur. Starfsmenn bæjarins munu vinna að hálkueyðingu snemma í fyrramálið verði aðstæður til þess.
�?etta kemur fram í fréttatilkynningu frá Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra. �?ar segir einnig: – �?að sem tekur við er óvissustig sem verður eflaust enn í gildi á meðan lægðin er enn yfir landinu. RLS mun væntanlega ekki staðfesta ákvörðun um að aflétta hættustigi fyrr en í fyrramálið enda allir í samhæfingarstöð í Rvk sem það geta ákveðið farnir heim að sofa. Engu að síður er mikilvægt að almenningur fái upplýsingar um aflétt hættustig hið allra fyrsta svo þeir geti sofið rólegir.
Á myndinni má sjá Smáragötu 34 þar sem hluti þekjunar fauk af í mestu látunum i gærkvöldi.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst