Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn sl. fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðuna á Landeyjahöfn. Þar greindi hún frá því að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan á höfninni orðin góð. Um 8 metra dýpi er í hafnarmynninu. Álfsnesið hefur lokið dýpkun í bili en verður til taks ef á þarf að halda.
Bæjarstjóri fór jafnframt yfir stöðuna á áætlunarfluginu. Innviðaráðuneytið hefur móttekið bókun bæjarráðs um áframhaldandi flug en ekki hafa borist nein efnisleg svör við beiðninni. Ríkisstyrktu áætlunarflugi hefur því verið hætt í bili en samkvæmt samningi um ríkisstyrkt flug mun það hefjast aftur í byrjun desember.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst