Afsláttarkort í Herjólf hefur hækkað um tæp 50% á aðeins þremur árum. Þann 23. janúar 2007 keypti Óskar Elías Óskarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, afsláttarkort á 14.400 krónur. Þremur árum síðar og þremur dögum betur, keypti Óskar aftur afsláttarkort en nú á 21.560 krónur og nemur hækkunin 49,7%. Á sama tímabili, frá janúar 2007 til janúar 2010 hefur launavísitala hins vegar aðeins hækkað um 13,1%. Þá hefur neysluvísitalan hækkað um 33,8% og byggingavísitala um 40,6%.