Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist mjög ósáttur við framgang mála í Landeyjahöfn. Hann segir að því miður líti allt út fyrir að Eyjamenn og aðrir notendur Landeyjahafnar séu í sömu sporum og í fyrravetur þó komið sé hásumar. Ástæðan er að á sunnudaginn var ferðum frestað vegna veðurs sem var langt innan þeirra marka sem upphaflega voru sett um siglingar í Landeyjahöfn.