Hafnfirðingar athafnasamir í Eyjum
23. maí, 2014
�?rjár hafnfirskar konur opna í sama mánuðinum þrjú ólík fyrirtæki í Vestmannaeyjum. �?etta eru þær Fjóla Björk Jónsdóttir, Berglind Sigmarsdóttir og Alda Áskelsdóttir.
�??�?g ætlaði bara að búa í Eyjum í eitt ár en þau eru nú orðin átján. Hér er yndislegt að vera en ég elska samt alltaf Hafnarfjörðinn líka,�?? segir Fjóla sem alin er upp í
Hafnarfirði en hún opnaði Búst- og ísbarinn Joy 1. maí. �??�?g vann á KFC í Hafnarfirði með skólanum og hafði lengi dreymt um að opna minn eigin stað. Í Eyjum var engin bústbar og þegar ég fékk húsnæði á besta stað í bænum ákvað ég að slá til.�??
Alda var að kenna við fjölmiðladeildina í Flensborg þegar hún var lögð niður um áramótin. �??Við hjónin fórum til Eyja í skemmtiferð fyrir nokkrum árum. �?g heillaðist af Eyjum, stórbrotnu landslaginu og sögunni og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt í Eyjum. Mig hafð í nokkur ár dreymt um að opna verslun þar sem íslensk hönnun, list og handverk væri í öndvegi. Mér fannst vera pláss fyrir slíka verslun í Eyjum,�?? segir Alda sem opnaði verslunina �?TGERÐINA 10. maí.
Berglind Sigmarsdóttir er í raun Vestmanneyingur en hún bjó lengi í Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar ætla að opna veitingastaðinn Gott síðar í mánuðinum.
�??Fjölskyldur okkar beggja búa í Eyjum og okkur langaði aftur heim. Við vorum búin að ákveða að opna veitingarstað þar sem maðurinn minn er kokkur og ég hef gefið út tvær matreiðslubækur sem nefnast Heilsuréttir fjölskyldunnar og á þessu sviði liggur ástríða okkar. Við ætluðum ekki að opna svona fljótt en þegar okkur bauðst húsnæði í hjarta bæjarins gátum við ekki sleppt því,�?? segir Berglind.
(birtist á gaflarinn.is)
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst