Hafró og HB-Grandi reyna að aðskilja fiskitegundir
17. október, 2007

Hafrannsóknastofnun og HB-Grandi vinna nú að rannsóknaverkefni í veiðitækni sem miðar að því að aðskilja fiskitegundir áður en afli er kominn um borð í veiðiskip. Felst tilraunin í því að aðskilja þorsk og ýsu í botnvörpu þannig að tegundirnar hafni í sitt hvorum vörpupokanum. Fjallað er um verkefnið á vef Hafrannsóknarstofnunar og segir þar m.a. að við þær aðstæður sem nú séu á Íslandsmiðum eigi sjómenn ekki hægt um vik með að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um samsetningu afla.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst