Hafrún er fædd árið 1990 og byrjaði hún að æfa körfubolta 10 ára gömul. Hefur Hafrún spilað með yngri flokkum Hamars bæði með stelpum og strákum sem náð hafa ágætis árangri. Árið 2006 var Hafrún fyrirliði í unglingalandsliðs Íslands 16 ára og yngri bæði á norðurlandamóti í Svíþjóð og á Evrópumóti í Finnlandi. Hafrún er máttarstólpi í liði meistaraflokks Hamars sem varð Íslandsmeistari í 2.deild kvenna 2006.
�?lfar er fæddur 1988 og hefur hann æft íshokký í 12 ár með drengjum sem voru afar sigursælir upp alla yngri flokka og lönduðu þeir Íslandsmeistaratitli nánast óslitið. Árið 2006 var �?lfar valinn í U18 landslið Íslands. Í U20 landslið Íslands og einnig í A-landslið Íslands í íshokký. �?lfar varð Íslandsmeistari 2006 í íshokký með liði sínu Skautafélagi Reykjavíkur. Hann varð sigurvegari með A-landsliði Íslands í 3. deild á Heimsmeistaramóti sem fram fór í apríl sl. í Reykjavík. �?lfar var valinn besti leikmaður U20 landsliðs Íslands á móti sem fram fór í Rúmeníu í desember síðastlinum.
Á samkomunni var einnig heiðrað sérstaklega það íþróttafólk úr Hveragerði sem orðið hafði Íslandsmeistarar á árinu 2006 en 20 einstaklingar náðu þeim glæsilega árangri.
Samkoman fór fram á Hótel �?rk og þótti framkvæmdin takast vel en héðan í frá munu íþróttamenn Hveragerðis verða heiðraðir árlega. Fram til þessa hefur íþróttafélagið Hamar valið íþróttamann ársins úr sínum röðum en nú bætast við nýjir titlar þegar íþróttafólk búsett í Hveragerði sem stundar íþrótt sína utan Hamars getur átt von á titilinum íþróttamaður Hveragerðisbæjar.
Af Hveragerdi.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst