Í gærkvöldi fór fram lokahóf ÍBV í Höllinni með pompi og prakt þar sem sumarið var gert upp.
Hafsteinn Briem og Sigríður Lára Garðarsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna í fótbolta. Fréttabikaranna hlutu þau Díana Dögg Magnúsdóttir og Sigurður Grétar Benónýsson.
Hjá meistaraflokki karla var Jose Sito markahæstur og Bjarni Gunnarsson valinn ÍBV-ari.
Hjá meistaraflokki kvenna var Kristín Erna Sigurlásdóttir markahæst og Sóley Guðmundsdóttir valin ÍBV-ari.
Í 2.flokki kvenna sýndi Júlíanna Sveinsdóttir mestu framfarirnar, Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst, �?óra Kristín Bergsdóttir var valin ÍBV-ari og Ásta María Harðardóttir var best.
Í 2.flokki karla sýndi Tómas Aron Kjartansson mestu framfarirnar, Sigurður Grétar Benónýsson var markahæstur, Hjalti Jóhannson var valinn ÍBV-ari og Hafsteinn Gísli Valdimarsson var bestur.
Nánar verður fjallað um lokahóf ÍBV í næsta tölublaði Eyjafrétta