Árið 1997 gerðist Vestmannaeyjabær tilraunasveitafélag um þjónustu við fatlaða og árið 2011 var málaflokkurinn alfarið færður yfir á sveitafélögin. Á þessum tíma hefur margt áunnist í þessum mikilvæga málaflokki enda ríkur vilji hjá öllum bæjarfulltrúum að gera vel og nýta það fjármagn sem sett er í málaflokkinn sem best fyrir þjónustuþegann.
Við á lista Sjálfstæðisflokksins viljum samt alltaf gera betur og vinna að því að fatlaðir njóti sömu lífskjara, og hafi jöfn tækifæri til starfs og sjálfstæðrar búsetu líkt og við hin sem búum ekki við fötlun. �?etta er því miður ekki sjálfgefið og þurfum við markvisst að tryggja þennan rétt.
Aðgengi
Aðgengismál fatlaðra eru til að mynda mál sem eiga sífellt að vera til skoðunar. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðisflokksins hefur á undanförnum tveimur kjörtímabilum verið lyft grettistak í aðgengismálum að stofnunum sveitafélagsins. Hér má taka sem dæmi Barnaskólann í Vestmannaeyjum, Sagnheima byggðasafn, félagsheimilið Kviku og gangstéttir og brautir í bænum okkar. �?ví miður eru þó enn nokkrar stofnanir Sveitafélagsins eftir sem þýðir einfaldlega að við eigum enn verk að vinna. Sveitafélagið þarf að vera fyrirmynd annarra um aðgengismál og hvetja þannig til þess að einkaaðilar tryggi fötluðum aðgengi að sinni þjónustu.
Sjálfstæð búseta
Mikilvægt er að veita fötluðum möguleika á sjálfstæðri búsetu. Formaður- og varaformaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs sitja nú í starfshópi með fulltrúum frá �?roskahjálp Vestmannaeyja þar sem unnið er að stefnumótun fyrir búsetu fatlaðra. �?að ríkir einhugur í starfshópnum um að leggja eigi áherslu á að byggja upp þessa þjónustu í miðbænum. Verslun og ýmis önnur þjónusta verður aðgengilegri og þjónustuþeginn á þá auðveldara með að bjarga sér sjálfur í hinu daglega amstri. Mikilvægt er að þessu úrræði tengist sólarhringsþjónusta sem mætti hugsanlega byggja í tengslum við miðlæga þjónustuíbúð eða jafnvel nýta þá aðstöðu sem er til staðar í sambýlinu. �?örfin fyrir nýjum búsetuúrræðum er orðin aðkallandi og er því gert ráð fyrir að starfshópurinn verði tilbúinn með framtíðarsýn um búsetumál fatlaðra fyrir fjárhagsáætlunargerð næsta árs.
Við á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum viljum fá þitt umboð til að vinna að nýjum búsetuúrræðum, bæta aðgengi og áfram efla þjónustu sveitafélagsins við fatlaða.
Páll Marvin Jónsson, bæjarfulltrúi
Skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðismanna