Hákon Daði besti vinstri hornamaðurinn | Ísland sigraði mótið
5. júlí, 2015
Hákon Daði Styrmisson hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en hann er gríðarlega efnilegur vinstri hornamaður. Hákon spilaði stóran þátt í bikarmeistaratitli Eyjamanna fyrr á árinu og var einnig í hópnum sem varð Íslandsmeistari í fyrra.
Hákon er fæddur árið 1997 og á því fjöldamörg ár eftir í íþróttinni. Hann er um þessar mundir staddur í Svíþjóð með íslenska u-19 ára landsliðinu en það tók þátt í móti á vegum Evrópska handknattleikssambandsins. �?ar eru mörg af bestu liðum Evrópu sem spila um einn bikar, íslenska liðið sigraði alla leikina í mótinu.
Meðal liða sem íslenska liðið sigraði á leiðinni var gríðarsterkt spænskt lið og Svíar sem léku á heimavelli, en Íslendingar og Svíar léku til úrslita í fyrradag. Spánverjar voru lagðir að velli með einu marki en Svíar með tveimur.
Mótið er haldið samhliða Partille Cup og hefur það verið gert í þó nokkur ár. Að loknum úrslitaleiknum var lið mótsins valið, þar fékk Hákon enn eina viðurkenninguna þegar hann var valinn besti vinstri hornamaður mótsins. Ekki amalegt að vera á yngra ári í landsliðinu og fá verðlaun sem þessi.
Hákon skoraði ófá mörkin á mótinu en samtals voru þau 28, þar af átta gegn Georgímönnum, sjö gegn Hollendingum og fimm gegn Spánverjum. 5800 manns horfðu á úrslitaleikinn og gefur það til kynna hversu stórt mót þetta er.
Við á Eyjafréttum óskum Hákoni Daða innilega til hamingju með titilinn sem og verðlaunin sem hann hlaut.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst