Hákon Daði semur við ÍBV
17. júlí, 2015
Í dag skrifaði hinn ungi og stór efnilegi Hákon Daði Styrmisson undir nýjan samning við ÍBV, en samningurinn er til eins árs. Hákon Daði sem er fæddur árið 1997 hefur staðið sig gríðarlega vel með ÍBV og skoraði 46 mörk á síðasta tímabili fyrir ÍBV. Hákon Daði fór nýverið út með u-19 ára landsliði Íslands til Svíþjóðar þar sem liðið keppti á Evrópumótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar. Hákon Daði spilaði þar stórt hlutverk, hann var næst markahæstur í íslenska liðinu og var valin í lið mótsins. Hákon Daði var í hóp ÍBV þegar þeir urðu Íslandsmeistarar, hann stóran þátt í að ÍBV komst í úrslitaleikinn þegar ÍBV varð bikarmeistari á árinu og nú er hann einnig Evrópumeistari.
Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Eyjablikk, en Eyjablikk hefur verið dyggur stuðningsaðili handknattleiksdeildar ÍBV.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst