Á sunnudaginn, þann 13. nóvember eru 70 ár frá því Flugvöllurinn í Vestmannaeyjum var tekinn í notkun. �?ess verður minnst í dag þegar Isavia býður bæjarbúum í kaffi og tertu frá klukkan 15.00 til 18.00 uppi í Flugstöð.
Miðvikudaginn 13. nóvember 1946 fór fram formleg afhending flugvallarins en nokkru áður höfðu Loftleiðir hafið áætlunarflug til Vestmannaeyja.
Í dag vinna fimm á flugvellinum undir stjórn Ingibergs Einarssonar sem hér er með sínu fólki. F.v. Heiðar �?ór Pálsson, Ingibergur, Erla Guðmundsdóttir, Arnar Ingi Ingimarsson og Gunnar Bergur Runólfsson.