Á tíunda tímanum í morgun var loks búið að telja upp úr kjörkössunum í forsetakosningunum. Með þeim er ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins.
Halla hlaut 34,3 prósent atkvæða, 9,1 prósentustigi meira en Katrín Jakobsdóttir sem varð önnur með 25,2 prósent atkvæða. Halla Hrund Logadóttir var þriðja og hlaut 15,5 prósent á landsvísu.
Í Suðurkjördæmi var kjörsókn 79,5 prósent. Þar fékk Halla Tómasdóttir 35.26% atkvæða. Önnur var Halla Hrund Logadóttir með 19,13% og Katrín Jakbobsdóttir þar skammt á eftir með 18,64%.
Kjörsókn í Vestmannaeyjum var með besta móti, eða 82,4%. Til samanburðar var kjörsóknin fyrir fjórum árum 66,3%. Fara þarf aftur til ársins 2018 til að finna betri kjörsókn í Eyjum, en þá var hlutfallið 83,2% í bæjarstjórnarkosningum.
https://eyjar.net/mjog-god-kjorsokn-i-eyjum/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst