Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari kvennaliðs Fram hefur verið orðaður við þjálfarastöðu karlaliðs ÍBV. Hugmyndin var að hann myndi taka við af Arnari Péturssyni, sem ætlar að leggja þjálfaraflautuna á hilluna eftir tímabilið og að Halldór myndi starfa við hlið Gunnars Magnússonar. Nú er hins vegar ljóst að Halldór Jóhann kemur ekki til Eyja næsta vetur en þetta staðfestir hann á mbl.is. �??�?etta gekk bara ekki upp af fjölskyldulegum ástæðum. �?annig að það er orðið klárt mál að ég sem ekki við ÍBV.�??