Einn Vestmannaeyingur tók þátt í fyrsta stigamóti unglinga í golfi á þessu ári, Kaupþingsmótaröðinni, en það mót var haldið á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði á laugardag. Það var Hallgrímur Júlíusson yngri, sem varð einmitt Íslandsmeistari í sínum flokki í fyrra. Hallgrímur, sem keppir í flokki 13-14 ára stráka, varð í 2. sæti í þessu móti, á 79 höggum, aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, heimamanninum Ísak Jasonarsyni. Hallgrímur hefur æft vel það sem af er árinu og þessi árangur sýnir að hann er líklegur til frekari afreka í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst