Handboltaveisla í dag
10. nóvember, 2012
Handboltaunnendur í Vestmannaeyjum ættu að fá nóg fyrir sinn snúð í dag því bæði karla- og kvennalið eiga heimaleik í dag, laugardag. Stelpurnar byrja á því að taka á móti Fylki klukkan 12:00. Fylkir er í næst neðsta sæti deildarinnar og ætti ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir ÍBV. Þó er rétt að hafa í huga að Eyjastelpur lentu í vandræðum með Hauka í síðasta leik en Haukar eru einnig í neðri hluta deildarinnar.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst