Fyrsti opinberi handboltaleikur vetrarins fer fram næstkomandi miðvikudag í Eyjum þegar Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti bikarmeisturum Hauka. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á morgun, þriðjudag en leiknum var frestað um einn dag. Leikurinn hefst klukkan 18:00 en Eyjamenn tefla fram lítið breyttu liði frá því síðasta vetur, fyrir utan að Róbert Aron Hostert er farinn í atvinnumennskuna í Danmörku og Arnar Pétursson, annar tveggja þjálfara liðsins er búinn að setja þjálfaraflautuna á hilluna. Eyjamenn hafa hins vegar fengið þá Einar Sverrisson og Leif Jóhannesson til liðsins.
Eyjamenn tóku þátt í Hafnarfjarðarmótinu um helgina. Liðið keppti þar einmitt gegn Haukum og tapaði 30:25 eftir að hafa verið 13:16 yfir í hálfleik. Liðið keppti svo gegn Akureyri í leik um þriðja sætið og tapaði 27:28 eftir að hafa verið 18:9 yfir í hálfleik.