�?á hefur einnig verð lögð rík áhersla á að samráð væri haft við sjómenn í Vestmannaeyjum í könnun á möguleikum tengdum Bakkafjöru rétt eins og jákvæð samvinna við �?gisdyr vegna jarðganga.
Ferð sú er tveir af sjö bæjarfulltrúum Vestmannaeyja fóru á Lóðsinum, lóðsbát Vestmannaeyjahafnar, og orðið hefur tilefni umfjöllunar í fjölmiðlum var farin án vitneskju bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Að ferð lokinni höfðu viðkomandi tveir bæjarfulltrúar samband við bæjarstjóra og lýstu áhyggjum sínum. Bæjarstjóri tók þá strax fram að hann deildi þessum áhyggjum með þeim og myndi í kjölfarið óska eftir viðbrögðum frá Siglingastofnun. Bæjarstjóra var þá tjáð að tekið hefði verið upp á myndband þegar brot reið yfir og óskaði hann eftir afriti af því til að hægt væri að fá viðbrögð hjá Siglingastofnun sem hefur verið ábyrg fyrir rannsóknum á Bakkafjöru. Rétt er að taka það fram að bæjarfulltrúar V- listans hafa enn ekki komið afriti af því til bæjarstjóra.
Bæjarstjóri setti sig án tafar í samband við Siglingastofnun og óskaði eftir viðbrögðum við skrifum Sveins Rúnars Valgeirssonar skipstjóra á Lóðsinum þar sem viðkomandi áhyggjum var lýst á málefnanlegan máta. Einnig óskaði hann eftir upplýsingum um hversu frátafir hefðu verið miklar frá því um áramót og hvort ekki væri eðlilegt að frekari raunathuganir færu fram á vettvangi eins og Sveinn Rúnar og fleiri höfðu bent á. Svör bárust frá Siglingastofnun á mánudaginn.
Í bréfi siglingastofnunar segir m.a.:Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur lagt til að fengið verði skip til að kanna aðstæður og afla reynslu af umhverfinu undan Bakkafjöru. Siglingastofnun tekur undir þessa tillögu.
Bæjarstjóri fór án tafar með viðkomandi upplýsingar til Sveins Rúnars Valgeirssonar auk þeirra tveggja bæjarfulltrúa sem fóru í umrædda siglingu. Einungis annar þeirra var heima þegar bæjarstjóri fór með bréfið til þeirra. Í samræðum bæjarstjóra og viðkomandi bæjarfulltrúa voru þeir sammála um að mikilvægt væri að staldra við og skoða þessi mál betur enda framtíð sveitarfélagsins í húfi.
Undirritaðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þá ákvörðun V-listans að reyna að skapa sér stöðu í umræðu um samgöngur nú í aðdraganda kosninga með óábyrgri umræðu um einn af þeim kostum sem til skoðunar eru. Bæjarfulltrúarnir voru vel meðvitaðir um vilja Siglingastofnunar til að kanna aðstæður betur enda var þeim manna fyrst afhent fyrrgreind greinargerð.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mun hér eftir sem hingað til sýna festu og ábyrgð í umfjöllun um samgöngur með hag Vestmannaeyinga að leiðarljósi. Pólitísk upphlaup og hróp á götuhornum verða ekki til að bæta samgöngur.
Bakkafjara kann að vera raunhæfur kostur og mikilvægt kanna vandlega forsendur þess kosts. Til þess að það sé hægt þarf að leggja áframhaldandi áherslu á samstarf milli heimamanna og Siglingastofnunar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mun þó standa við þá forgangsröðun sem áður hefur verið lýst og horfa á jarðöng sem fyrsta kost. �?frávíkjanleg krafa er að ekki verði ráðist í framkvæmdir við aðra kosti fyrr en nauðsynlegar rannsóknir vegna jarðganga hafa átt sér stað.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst